Sækja um undanþágu fyrir Breiðablik

Breiðablik mætir Rosenborg í Evrópudeildinni.
Breiðablik mætir Rosenborg í Evrópudeildinni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Enn er stefnt að því að leikur Breiðabliks og Rosenborg fari fram á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi, heimavelli Rosenborg. Mætast liðin í undankeppni Evrópudeildarinnar 27. ágúst næstkomandi. 

Ísland er á rauðum lista í Noregi sem þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Noregs.

Rosenborg hefur sótt um að Breiðablik fái undanþágu frá yfirvöldum og sleppi við sóttkví. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði frá við Vísi

Breiðablik mun legja sér flugvél til að ferðast til Noregs og fær til þess 6,4 milljón króna styrk frá UEFA. Er stefnt að því aði fljúga út tveimur dögum fyrir leik, eftir skimum hér á landi. 

Takist ekki að leika leikinn í Noregi kemur til greina að spila í Danmörku. Þá hafa lönd á borð við Grikkland og Ungverjaland lýst yfir áhuga á að hýsa leiki komi til þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert