Bandaríkjamaðurinn skaut Leipzig áfram

Yussuf Poulsen úr Leipzig og Atlético-maðurinn Yannick Carrasco eigast við …
Yussuf Poulsen úr Leipzig og Atlético-maðurinn Yannick Carrasco eigast við í kvöld. AFP

Leipzig frá Þýskalandi er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2:1-sigur á spænska liðinu Atlético Madrid í átta liða úrslitum í kvöld. 

Eftir markalausan og fremur rólegan fyrri hálfleik kom Spánverjinn Dani Olmo Leipzig yfir á 50. mínútu með skalla eftir sendingu frá Marcel Sabitzer. Var staðan 1:0 fram að 71. mínútu er Joao Félix náði í vítaspyrnu sem hann skoraði úr sjálfur og staðan 1:1. 

Leipzig átti hins vegar lokaorðið því bandaríski varamaðurinn Tyler Adams skoraði sigurmarkið á 88. mínútu er h ann skaut í Stefan Savic og í netið eftir sendingu frá Angelino. Atlético tókst ekki að skapa sér gott færi í blálokin og Leipzig fangaði. 

Þýska liðið mætir Frakklandsmeisturum PSG í undanúrslitum 18. ágúst næstkomandi. 

Leipzig 2:1 Atlético Madrid opna loka
90. mín. Marcel Sabitzer (Leipzig) fer af velli Slasaði sig eitthvað og fer af velli. Fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is