Frá Tottenham til Benfica

Jan Vertonghen hefur leikið sinn síðasta leik með Tottenham.
Jan Vertonghen hefur leikið sinn síðasta leik með Tottenham. AFP

Belgíski knattspyrnumaðurinn Jan Vertonghen hefur skrifað undir þriggja ára samning við Benfica í Portúgal. Hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Tottenham. 

Vertonghen er 33 ára og var hann í átta ár hjá Tottenham. Belginn er ekki sá eini sem semur við Benfica í dag því Everton og Luca Walschmidt eru einnig komnir til portúgalska félagsins. 

Vertonghen lék 232 deildarleiki með Tottenham og skoraði í þeim sex mörk. Þá á hann 118 landsleiki að baki þar sem hann hefur gert níu mörk. 

Ben­fica var í öðru sæti portú­gölsku deild­ar­inn­ar á síðasta keppn­is­tíma­bili og tek­ur þátt í undan­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu.

mbl.is