Sara ekki lengi að skora

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja mark Lyon.
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja mark Lyon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar hjá Lyon unnu í kvöld öruggan 4:0-sigur á Guingamp í frönsku 1. deildinni í fótbolta. 

Sara byrjaði á varamannabekk Lyon, en hún er nýbúin að jafna sig á meiðslum. Sara kom inn á sem varamaður á 63. mínútu og aðeins tíu mínútum síðar skoraði hún þriðja mark Lyon. 

Er liðið með mikla yfirburði í Frakklandi og í toppsætinu með fullt hús stiga eftir sex leiki. PSG er í öðru sæti með 13 stig. 

mbl.is