Skoraði sitt annað mark í Frakklandi

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt annað mark í Frakklandi í …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt annað mark í Frakklandi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berglind Björg Þorvaldsdóttir var á skotskónum fyrir Le Havre þegar liðið heimsótti Dijon í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Dijon en Berglind Björg minnkaði muninn fyrir Le Havre á 87. mínútu í stöðunni 2:0-fyrir Dijon.

Þetta var annað mark Berglindar í sex leikjum í frönsku 1. deildinni en framherjinn lék allan leikinn fyrir franska liðið, líkt og miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir.

Le Havre er með 4 stig í tíunda sæti deildarinnar, einu stigi meira en Guingamp og Issy sem eru í neðstu sætum deildarinnar með 3 stig.

mbl.is