Toppliðið missteig sig

Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður í dag.
Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Toppliðið Malmö tapaði á útivelli fyrir Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikið var undir þaki á Tele2 Arena leikvanginum í Stokkhólmi.

Leiknum lauk með 3:2-sigri Djurgården en Malmö-menn töpuðu niður tveggja marka forskoti í leiknum.

Ola Toivonen skoraði tvívegis fyrir Malmö, á 18. og 62. mínútu áður en Fredrik Ulvestad minnkaði muninn fyrir Djurgården á 81. mínútu.

Kalle Holmberg skoraði svo tvíegis á lokamínútum leiksins og tryggði Djurgården dýrmætan sigur. 

Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður á 64. mínútu en Malmö er áfram í efsta sæti deildarinnar með 47 stig eftir 24 spilaða leiki og hefur 8 stiga forskot á Norrköping og Häcken þegar sex umferðir eru eftir af tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert