Rúnar hélt hreinu - Albert skoraði tvö

Albert Gudmundsson annar frá hægri fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum …
Albert Gudmundsson annar frá hægri fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum í kvöld. AFP

Rúnar Alex Rúnarsson hélt markinu hreinu í fyrsta leiknum fyrir Arsenal þegar liðið vann Dundalk 3:0 í London í kvöld í Evrópudeildinni í knattspyrnu. 

Rúnar Alex átti frekar náðugan dag þar sem Arsenal hafði öll völd á vellinum en greip vel inn í þegar á þurfti að halda. Arsenal er í fínum málum í B-riðli keppninnar með 6 stig eftir vo leiki. 

Albert Guðmundsson skoraði tvívegis þegar AZ vann stórsigur á Rijeka frá Króatíu 4:1 í Hollandi. Albert skoraði annað og fjórða mark AZ. Liðið leikur í F-riðli og hefur unnið báða leikina til þessa. 

Þriðja Íslendingaliðið sem var á ferðinni í seinni leikjahrinunni í keppninni í kvöld var gríska liðið PAOK með Sverri Inga Ingason í hjarta varnarinnar. Sverrir heimsótt sitt gamla lið Granada til Spánar og varð niðurstaðan markalaust jafntefli. Paok hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa í E-riðli. 

Sverrir Ingi Ingason á fullri ferð í leiknum á Spáni …
Sverrir Ingi Ingason á fullri ferð í leiknum á Spáni í kvöld. AFP

Úrslit í seinni tólf leikjum kvöldsins:

A-riðill:
CFR Cluj - Young Boys 1:1
Roma - CSKA Sofia 0:0

B-riðill:
Arsenal - Dundalk 3:0
Molde - Rapid Vín 1:0

C-riðill:
Nice - Hapoel Beer Sheva 1:0
Slavia Prag - Leverkusen 1:0

D-riðill:
Benfica - Stardard Liege 3:0
Rangers - Lech Poznan 1:0

E-riðill:
Granada - PAOK 0:0
Omonia Nikósía - PSV Eindhoven 1:2

F-riðill:
AZ Alkmaar - Rijeka 4:1
Real Sociedad - Napoli 0:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert