Landsliðsmanni líkt við Makélélé

Mikael Anderson stóð sig vel í gær.
Mikael Anderson stóð sig vel í gær. Ljósmynd/Midtjylland

Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn með Midtjylland er liðið náði í fínt 1:1-jafntefli á útivelli gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær. 

Mikael leikur oftast á kantinum en var færður yfir á miðjuna í leiknum og stóð sig afar vel og hjálpaði sínu liði að ná í fyrsta stigið í keppninni. 

Á twitterreikningi danska félagsins var Mikael kallaður Mikalélé og var verið að vísa í Claude Makélélé sem á sínum tíma var einn besti miðjumaður heims. 

mbl.is