Byrjaði á að spila gegn Wolfsburg

Alexandra Jóhannsdóttir í landsleik.
Alexandra Jóhannsdóttir í landsleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alexandra Jóhannsdóttir landsliðskonan unga í knattspyrnu fékk sannkallaða eldskírn hjá sínu nýja félagi, Eintracht Frankfurt í Þýskalandi, í dag.

Alexandra kom til liðs við Eintracht í vikunni frá Breiðabliki og í dag lék hún æfingaleik með liðinu gegn Þýskalandsmeisturum undanfarinna fjögurra ára, Wolfsburg.

Eintracht tapaði naumlega fyrir stórliðinu, 2:3, og Alexandra spilaði síðasta hálftímann í leiknum.

Vetrarfrí er í þýsku 1. deildinni um þessar mundir en keppni hefst á ný um miðjan febrúar. 

mbl.is