Hamsik skrifaði undir í Svíþjóð

Marek Hamsik er mættur til Svíþjóðar.
Marek Hamsik er mættur til Svíþjóðar. Ljósmynd/@¯IFKGoteborg

Slóvakíski knattspyrnumaðurinn Marek Hamsik er genginn til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Gautaborg.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld en Hamsik kemur til Gautaborgar á frjálsri sölu.

Slóvakinn, sem er 33 ára gamall, lék síðast með Dalian í Kína en hann skrifar undir samning við Gautaborg sem gildir út tímabilið.

Hamsik ákvað að semja í Svíþjóð þar sem hann vill halda sér í formi fyrir lokakeppni EM sem fram fer næsta sumar.

Kolbeinn Sigþórsson er samningsbundinn Gautaborg en Hamsik á að baki farsælan atvinnumannaferil og er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Napoli á Ítalíu.

mbl.is