Áttundi landsliðsmaðurinn með veiruna

Matteo Pessina er með kórónuveiruna.
Matteo Pessina er með kórónuveiruna. AFP

Matteo Pessina, leikmaður ítalska landsliðsins í knattspyrnu og Atalanta, greindist með kórónuveiruna í dag.

Pessina var í landsliðshóp Ítala sem mætti Norður-Írlandi, Búlgaríu og Litháen í undankeppni HM í landsleikjaglugganum í lok mars.

Hann er áttundi leikmaður ítalska landsliðsins sem greinist með kórónuveiruna og er nú kominn í einangrun.

Fyrir höfðu þeir Alessandro Florenzi, Alessio Cragno, Federico Barnardeschi, Leonardo Bonucci, Marco Verratti, Salvatore Sirigu og Vincenzo Grifo allir greinst með veiruna.

Þeir eru allir í einangrun, líkt og Pessina, en fjórir starfsmenn landsliðsins greindust einnig með veiruna eftir leikinn gegn Litháen í Vilníus hinn 31. mars.

mbl.is