Braut bein og tímabilið búið

Óttar Magnús Karlsson í leik með Víkingi Reykjavík síðastliðið sumar.
Óttar Magnús Karlsson í leik með Víkingi Reykjavík síðastliðið sumar. Arnþór Birkisson

Knattspyrnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson mun ekki spila meira með Venezia á yfirstandandi leiktímabili eftir að hafa brotið bein í fæti.

Frá þessu er greint á Fótbolta.net. Þar segir að Óttar verði frá kepnni næstu átta vikurnar, sem þýðir að hann nær ekki síðustu fjórum leikjum ítölsku B-deildarinnar né líklegum umspilsleikjum Venezia, en liðið er sem stendur í 5. sæti deildarinnar og fara sæti 3-8 í umspil um laust sæti í A-deildinni.

Óttar hefur talsvert verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og hefur einnig verið ónotaður varamaður í fjölda skipta. Hefur hann því aðeins spilað sjö deildarleiki fyrir Venezia og skorað í þeim eitt mark.

mbl.is