Og þá voru eftir þrír

AC Milan verður ekki með.
AC Milan verður ekki með. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan hefur dregið sig formlega út úr evrópsku ofurdeildinni og þar með standa bara eftir þrjú félög.

Real Madrid, Barcelona og Juventus eru einu félögin sem eftir eru af þeim tólf sem boðuðu stofnun deildarinnar á sunnudaginn.

„Skoðanir og áhyggjur stuðningsfólks víða um heim af stofnun deildarinnar hafa komið skýrt fram og AC Milan verður að hlusta á þá sem elska þessa yndislegu íþrótt. Við munum halda áfram að vinna að því að gera fótboltann sjálfbæran,“ segir m.a. í yfirlýsingu AC Milan.

mbl.is