Fyrsta mark EM var sjálfsmark

Ítalir fagna eftir að þeir komust yfir með sjálfsmarki á …
Ítalir fagna eftir að þeir komust yfir með sjálfsmarki á 53. mínútu. AFP

Fyrsta mark úrslitakeppni Evrópumóts karla í fótbolta er komið í upphafsleik Ítala og Tyrkja í Rómarborg en það var sjálfsmark.

Ítalir sóttu linnulítið allan fyrri hálfleik án þess að skora en þeir eru nú komnir yfir með marki á 53. mínútu. Domenico Berardi sendi boltann fyrir mark Tyrkja frá hægri og í markteignum fór hann í Merih Demiral, leikmann ítalska liðsins Juventus, og þaðan í markið - 1:0.

mbl.is