Ronaldo vildi ekki ræða framtíðina

Cristiano Ronaldo á æfingu portúgalska liðsins.
Cristiano Ronaldo á æfingu portúgalska liðsins. AFP

Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo vildi ekki ræða um framtíð sína hjá Juventus er hann sat blaðamannafund portúgalska landsliðsins fyrir leikinn gegn Ungverjalandi á EM á morgun. 

Ronaldo er samningsbundinn Juventus til ársins 2022 en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu eftir þrjú tímabil í Tórínó. 

„Hvað sem gerist í framtíðinni þá er það mér og öllum fyrir bestu,“ svaraði Ronaldo en vildi annars lítið tjá sig. Ronaldo hefur verið orðaður við gömlu félögin sín í Real Madrid og Manchester United. Þá hefur PSG einnig áhuga á að fá hann í sínar raðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert