Leikmaður Bayern vill spila á Englandi

Kingsley Coman vill yfirgefa Bayern og spila á Englandi.
Kingsley Coman vill yfirgefa Bayern og spila á Englandi. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Kingsley Coman hafnaði nýju samningstilboði Þýskalandsmeistara Bayern München þar sem hann vill spila í ensku úrvalsdeildinni.

Sky í Þýskalandi greinir frá því að Coman sé ósáttur við launin hjá Bayern, þar sem Leroy Sané er töluvert tekjuhærri. Franski sóknarmaðurinn er samningsbundinn þýska félaginu til ársins 2023.

Manchester United, Chelsea og Liverpool ku öll hafa áhuga á Coman sem hefur skorað 17 mörk í 94 leikjum með Bayern og fimm mörk í 30 leikjum fyrir franska landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert