Cavani á skotskónum í Copa America

Edinson Cavani fagnar marki sínu í kvöld.
Edinson Cavani fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Úrúgvæ vann Bólivíu 2:0 í Copa America í kvöld eða Ameríkubikar karla í knattspyrnu en mótið fer nú fram í Brasilíu. 

Fyrra mark Úrúgvæ kom á 40. mínútu og var sjálfsmark en Edinson Cavani skoraði síðara markið á 79. mínútu. 

Liðin leika í A-riðli en þar er Argentína með 7 stig, Síle 5 stig, Úrúgvæ 4, Paragvæ 3 og Bólivía er án stiga eftir þrjá leiki. 

mbl.is