Vanmetum ekki Íslendingana

Manfred Schmid, þjálfari Austría Vín.
Manfred Schmid, þjálfari Austría Vín. Ljósmynd/fk-austria.at

„Þetta verður alvörueinvígi. Við erum sigurstranglegri og við ætlum okkur áfram, en við munum ekki vanmeta Íslendingana,“ sagði Manfred Schmid, þjálfari Austria Vín, á blaðamannafundi í dag.

Austurríska liðið mætir Breiðabliki í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í fótbolta á heimavelli annað kvöld.

„Breiðablik spilar ekki dæmigerðan íslenskan fótbolta. Þeir reyna að halda boltanum og spila honum aftur fyrir vörnina. Þeir eru líkamlega sterkir og hættulegir,“ sagði Schmid.

Leikurinn fer fram á Estadio Franz Horr sem tekur 15.000 manns í sæti. Seinni leikurinn verður leikinn á Kópavogsvelli á fimmtudaginn eftir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert