Óvænt tap í fyrsta leik

Celtic tapaði óvænt fyrir Hearts í kvöld.
Celtic tapaði óvænt fyrir Hearts í kvöld. AFP

Skoska stórveldið Celtic mátti þola 1:2-tap á útivelli gegn Hearts í 1. umferð skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Gary Mackay-Steven kom Hearts yfir strax á áttundu mínútu. Anthony Ralston jafnaði fyrir Celtic á 54. mínútu og bjuggust þá flestir við að Celtic myndi skora sigurmark. Það kom hins vegar hinum megin því John Souttar skoraði á 89. mínútu og tryggði Hearts sigur.

Celtic féll úr leik gegn Midtjylland frá Danmörku í Meistaradeild Evrópu á dögunum og byrjar því nýtt tímabil afleitlega.

mbl.is