Hársbreidd frá Evrópusigri

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar voru hársbreidd frá sigri í …
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar voru hársbreidd frá sigri í Meistaradeildinni. Ljósmynd/CFR Cluj

Rúnar Már Sigurjónsson og samherjar hans í rúmenska liðinu Cluj voru hársbreidd frá sigri á Young Boys frá Sviss í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Cluj komst yfir á 39. mínútu með marki frá Cristian Manea en Vincent Sierro jafnaði fyrir Young Boys í uppbótartíma. Rúnar Már lék fyrstu 85 mínúturnar með Cluj.

Mikael Anderson lék ekki með Midtjylland í 0:3-tapi fyrir PSV Eindhoven á útivelli. Mikael er að jafna sig á kórónuveirunni. Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahópi danska liðsins.

Í öðrum leikjum sem búnir eru gerði Mónakó góða ferð til Tékklands og vann Sparta frá Prag, 2:0. Malmö vann sterkan 2:1-sigur á Rangers á heimavelli og Shakhtar Donetsk hafði betur gegn Genk á útivelli, 2:1.  

mbl.is