Real missteig sig á heimavelli

Marcelo, leikmaður Real Madríd, svekktur að loknu jafnteflinu í kvöld.
Marcelo, leikmaður Real Madríd, svekktur að loknu jafnteflinu í kvöld. AFP

Real Madríd fór illa að ráði sínu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Osasuna í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Fyrr í kvöld hafði Real Bets nefnilega unnið öruggan 4:1 sigur á Valencia og Sevilla einnig misstigið sig með því að gera 1:1 jafntefli á útivelli gegn Mallorca.

Real hefði því með sigri í kvöld getað náð tveggja stiga forskoti á Betis, Sevilla og Real Sociedad, en þess í stað eru öll liðin jöfn að stigum með 21 stig hvert í fjórum efstu sætunum.

Real heldur þó toppsætinu enda með besta markahlutfallið af liðunum fjórum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert