Fyrsta markið í tæpt ár

Sverrir Ingi Ingason skoraði í dag.
Sverrir Ingi Ingason skoraði í dag. AFP

PAOK vann þægilegan 4:0-útisigur á Volos í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sverrir Ingi Ingason gerði annað mark PAOK á 29. mínútu en markið er það fyrsta sem hann skorar í tæpt ár, en Sverrir var frá keppni í sjö mánuði á síðasta ári vegna meiðsla.

PAOK er í öðru sæti deildarinnar með 37 stig, sex stigum á eftir toppliði Olympiacos.

mbl.is