Zlatan úr leik til áramóta

Zlatan Ibrahimovic fagnar ítalska meistaratitlinum með AC Milan.
Zlatan Ibrahimovic fagnar ítalska meistaratitlinum með AC Milan. AFP/Tiziana Fabi

Ferli sænska knattspyrnumannsins Zlatans Ibrahimovic gæti verið lokið en félag hans, AC Milan, tilkynnti í dag að hann hefði verið skorinn upp vegna meiðsla á hné.

Uppskurðurinn heppnaðist vel, að sögn ítalska meistarafélagsins, en Zlatan verður frá keppni í sjö til átta mánuði. Það þýðir að hann myndi í fyrsta lagi spila á ný eftir næstu áramót en Svíinn öflugi verður 41 árs í október.

Zlatan spilaði 27 mótsleiki með AC Milan í vetur og skoraði í þeim átta mörk en samtals hefur þessi magnaði framherji skorað 510 mörk í 862 mótsleikjum á löngum og farsælum ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert