Stuðningsmenn Everton munu styðja okkur

Carlo Ancelotti stýrir Real Madríd á æfingu í gær.
Carlo Ancelotti stýrir Real Madríd á æfingu í gær. AFP/Javier Soriano

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madríd, kveðst þess fullviss um að stuðningsmenn Everton komi til með að styðja sig og sína menn í úrslitaleik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Ancelotti var stjóri Everton frá 2019 til 2021.

„Ég veit að stuðningsmenn Everton munu styðja okkur á morgun, alveg pottþétt. Ég veit að það er mikill rígur á milli liðanna á Merseyside.

Ég á góðar minningar frá tíma mínum í bláa hluta Liverpool og ég er viss um að þeir munu styðja mig á morgun,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær.

Ancelotti bætti því við að sannarlega væri mikill munur á því að stýra Everton og Real Madríd, en undir hans stjórn hafnaði Everton í 12. og 10. sæti í ensku úrvalsdeildinni á meðan Real eru Spánarmeistarar í ár og komnir í úrslit Meistaradeildarinnar.

„Það er mikill munur á þessu. Ég hef hugleitt það, hvernig hlutirnir voru ólíkir á síðasta ári.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert