Hildur á leiðinni til nýs liðs í Hollandi

Hildu heldur á treyju Fortuna Sittard í Hollandi.
Hildu heldur á treyju Fortuna Sittard í Hollandi. Fortuna Sittard

Knattspyrnukonan Hildur Antonsdóttir er á leiðinni til Fortuna Sittard í Hollandi. Fortuna Sittard er nýtt kvennalið sem leikur sitt fyrsta keppnistímabil í hollensku A-deildinni í haust.

Félagið hefur verið upptekið að finna leikmenn, þjálfara og starfsfólk og nú er Hildur sú nýjasta í hópnum.

Hildur hefur spilað 157 úrvalsdeildarleiki fyrir Val og Breiðablik og í þeim skorað 32 mörk. Hún hefur verið lykilmaður í liði Breiðabliks síðustu ár og skorað fjögur mörk í tíu leikjum í Bestu deild kvenna á þessu tímabili. 

Hildur á einnig tvo A-landsleiki að baki og 40 að baki með yngri landsliðum.

Nú er hinsvegar komin kaflaskipti hjá Hildi þar sem hún er á leiðinni til Hollands. 

mbl.is