Lucas heldur í heimahagana

Lucas Leiva í leik með Liverpool á sínum tíma.
Lucas Leiva í leik með Liverpool á sínum tíma. AFP

Brasilíski varnartengiliðurinn Lucas Leiva er genginn í raðir uppeldisfélagsins Gremio, sem leikur í A-deildinni í Brasilíu.

Lucas, sem er 35 ára gamall, er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool þar sem hann lék í áratug frá 2007 til 2017 áður en hann skipti svo yfir til Lazio á Ítalíu.

Þar hefur hann leikið undanfarin fimm ár en hefur nú ákveðið að ljúka ferli sínum hjá Gremio, þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn og lék 75 leiki í öllum keppnum á árunum 2005 til 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert