Di María semur við gömlu konuna

Ángel Di María er á leiðinni til Juventus.
Ángel Di María er á leiðinni til Juventus. AFP

Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María er á leiðinni til Juventus á Ítalíu. Loka samningsviðræðurnar munu eiga sér stað í vikunni til að klára félagsskiptin. 

Maximilliano Allegri, þjálfari Juventus, er ákveðin að fá argentínska kantmanninn í sínar raðir og nú virðist verða að því. Di María hefur spilað síðustu sjö ár með PSG og skorað 56 mörk í 197 leikjum fyrir félagið. 

Di María lék einnig fyrir Manchester United og Real Madrid og var einn af lykilmönnum Real er félagið vann sinn fyrsta Meistaradeildartitil sinn í tólf ár árið 2014. 

Di María, sem er 34 ára gamall, skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Ameríkubikarsins, Copa America, gegn Brasilíu er Argentína vann landsliðsmót í fyrsta sinn í 28 ár. 

mbl.is