Bandaríkin lögðu Kólumbíu aftur

Kelley O'Hara, númer fimm í landsleik gegn Sviss fyrir nokkrum …
Kelley O'Hara, númer fimm í landsleik gegn Sviss fyrir nokkrum árum. AFP

Bandaríkin unnu Kólumbíu aftur í seinni vináttulandsleik þjóðanna í Utah í Bandaríkjunum í nótt. En fyrri leikur liðanna fór 3:0 fyrir Bandaríkin. 

Leikurinn endaði með 2:0 sigri Bandaríkjanna. 

Á 22. mínútu varð Manuela Venegas fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net. Varamaðurinn Kelley O'Hara kláraði svo leikinn fyrir heimakonur á 77. mínútu og sigur Bandaríkjanna ljós. 

mbl.is