Íslendingur fór á kostum í Noregi

Alexander Ingi Gunnþórsson.
Alexander Ingi Gunnþórsson. Ljósmynd/Sketten

Íslenski knattspyrnumaðurinn Alexander Ingi Gunnþórsson átti stórleik í norsku 3. deildinni í vikunni er lið hans Skjetten vann 4:3 sigur á Mjölner. 

Hann skoraði tvö glæsileg mörk í leiknum. Eitt af 17 metrum í vinkilinn og sigurmarkið skoraði hann með glæsilegu skoti frá miðju eftir að markamaðurinn var kominn of langt út úr markinu sínu, laglega gert. 

Ásamt því lagði Alexander upp hin tvö mörk Skejtten og átti því þátt í öllum fjórum mörkum liðsins. 

Alexander er 21 ára gamall og alinn upp hjá Hugin á Seyðisfirði. Hann gekk síðar í raðir Lilleström en fór til Skjetten að eigin ósk fyrir þremur árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert