Albert fór á kostum í sigri (myndskeið)

Albert Guðmundsson í leik með Genoa gegn Ítalíumeisturum Inter.
Albert Guðmundsson í leik með Genoa gegn Ítalíumeisturum Inter. AFP

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson fór á kostum og skoraði tvö mörk í 3:2 sigri Genoa á  Benevento í 64-liða úrslitum ítalska bikarsins í fótbolta í dag.

Bæði lið leika í ítölsku B-deildinni á þessu tímabili en Albert og félagar féllu úr A-deildinni í fyrra. Íslendingurinn byrjar hins vegar tímabilið glæsilega en fyrra mark hans kom á 35. mínútu og það síðara tíu mínútum síðar. 

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af mörkunum:

Fyrra markið

Seinna markið

mbl.is