Daníel Tristan kveður Real Madrid

Daníel Tristan Guðjohnsen er að yfirgefa Real Madrid.
Daníel Tristan Guðjohnsen er að yfirgefa Real Madrid. Ljósmynd/Real Madrid

Knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen kvaddi spænska stórliðið Real Madrid á Instagram-reikningi sínum í gær.

Daníel, sem er 16 ára, er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnheiðar Sveinsdóttur. Hann lék með unglingaliði Barcelona, áður en hann færði sig yfir til erkifjandanna í Real Madrid.

Leikmaðurinn hefur leikið sjö leiki fyrir U16 og U17 ára landslið Íslands og gert í þeim eitt mark. Hann hefur verið orðaður við Malmö í Svíþjóð.

mbl.is