Ronaldo kominn á blað

Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Al-Nassr í dag.
Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Al-Nassr í dag. AFP/Giuseppe Cacace

Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Al-Nassr í efstu deild Sádi-Arabíu í fótbolta í dag.

Ronaldo tryggði liðinu stig með því að jafna í 2:2 af vítapunktinum í uppbótartíma. Var það í annað sinn sem hann kom boltanum í netið í leiknum, en fyrra markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Portúgalska stjarnan kom til Al-Nassr frá Manchester United í síðasta mánuði og er launahæsti leikmaður heims.

Liðið er í toppsæti deildarinnar með 34 stig, jafnmörg stig og Al-Shabab en með betri markatölu.

mbl.is