Zlatan sló met á Ítalíu

Zlatan Ibrahimovic leikur með AC Milan í vetur.
Zlatan Ibrahimovic leikur með AC Milan í vetur. AFP/Marco Bertorello

Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic sló í gær met í ítölsku A-deildinni þegar hann skoraði mark AC Milan í ósigri gegn Udinese, 3:1.

Markið skoraði Zlatan úr vítaspyrnu þegar hann jafnaði metin í 1:1 í uppbótartíma fyrri hálfleik. Þar með er hann orðinn elsti markaskorari sögunnar í deildinni, 41 árs gamall, og hirti metið af öðrum Milan-manni, Alessandro Costacurta.

„Hann má eiga metið áfram, mig langar ekkert til að eiga þetta met," sagði Zlatan glottandi eftir leikinn.

Óvíst er hvað tekur við hjá Svíanum í vor þegar samningur hans við AC Milan rennur út en hann er ekki með það á stefnuskránni að hætta ef hann telur sig  vera í nægilega góðu formi til að spila eitt tímabil í viðbót.

mbl.is