Nagelsmann og Henry að taka við PSG?

Julian Nagelsmann gæti tekið við PSG.
Julian Nagelsmann gæti tekið við PSG. AFP/Ina Fassbender

Þýski knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann gæti orðið næsti stjóri París SG í Frakklandi. Thierry Henry, fyrrverandi leikmaður Arsenal og Barcelona, yrði honum til halds og trausts.

Nagelsmann hefur verið orðaður við hin ýmsu félög síðan hann var rekinn frá Bayern München snemma á árinu. Var hann m.a. í viðræðum við Chelsea og Tottenham.

Foot Mercato greinir frá að Nagelsmann sé líklegastur til að taka við Frakklandsmeisturunum af Christophe Galtier.

Forráðamenn voru ósáttir með að Galtier hafi fallið úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vilja skipta um stjóra.

Henry var síðast aðstoðarmaður Roberto Martínez hjá belgíska landsliðinu. Hann hefur einnig stýrt Mónakó og Montreal Impact.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert