Færast skrefi nær ítölsku A-deildinni

Mikael Egill Ellertsson í leik með íslenska A-landsliðinu.
Mikael Egill Ellertsson í leik með íslenska A-landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingalið Venezia tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitaeinvígi umspils um laust sæti í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu karla með því að leggja Palermo að velli, 2:1, í síðari leik liðanna í undanúrslitum.

Venezia vann fyrri leikinn í Palermo 1:0 og einvígið því samanlagt 3:1. Í úrslitum mæta Feneyingarnir annað hvort Cremonese eða Catanzaro, heima og að heiman.

Mikael Egill Ellertsson kom inn á sem varamaður á 61. mínútu hjá Venezia í gærkvöldi en Bjarki Steinn Bjarkason var allan tímann á varamannabekknum.

Báðir eru þeir í A-landsliðshópi Íslands fyrir vináttuleiki gegn Englandi og Hollandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert