Orlando í úrslitin

Leikmenn Orlando fagna sigrinum í nótt.
Leikmenn Orlando fagna sigrinum í nótt. Reuters

Orlando Magic lagði Cleveland Cavaliers, 103:90, í sjötta leik liðanna í undanúrslitum bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar og tryggði sér þar með sæti í úrslitaviðureigninni gegn LA Lakers. 

Dwight Howard skoraði 40 stig fyrir Orlando, sem ekki hefur komist í úrslit NBA í 14 ár en þá lék Shaquille O'Neal  með liðinu. Rashard Lewis skoraði 18 stig fyrir liðið. LeBron James skoraði 25 stig fyrir Cleveland í leiknum en hann hefur að meðaltali skorað 38 stig í leik á leiktíðinni. 

Viðureign Lakers og Orlando hefst í Los Angeles á fimmtudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina