Fimm Íslendingar keppa í Vancouver

Frá vinstri: Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Stefán Jón Sigurgeirsson, Björgvin Björgvinsson, ...
Frá vinstri: Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Stefán Jón Sigurgeirsson, Björgvin Björgvinsson, Árni Þorvaldsson, Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og Alan Bones sendiherra Kanada á Íslandi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fulltrúar Íslendinga á Vetrarólympíuleikunum og Vetrarólympíumótinu í Vancouver voru kynntir í ráðherrabústað kanadíska sendiráðsins í dag. Íslendingar senda fimm keppendur á leikana og keppa þau öll í alpagreinum.

Árni Þorvaldsson Ármanni, Björgvin Björgvinsson Skíðafélagi Dalvíkur, Íris Guðmundsdóttir Skíðafélag Akureyrar og Stefán Jón Sigurgeirsson Völsungi keppa á Ólympíuleikunum sem fara fram 12. - 28. febrúar.  Erna Friðriksdóttir Íþróttasambandi fatlaðra keppir á Ólympíumótinu sem fram fer 12. - 22. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina