Íslandsvinur í sögubækurnar

Peter Salmon, Sachin Tendulkar og Ingi Rúnar Gíslason á 1. …
Peter Salmon, Sachin Tendulkar og Ingi Rúnar Gíslason á 1. teig á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. mbl.is/eggert

Íslandsvinurinn og krikketleikarinn Sachin Tendulkar setti heimsmet í dag í leik Indlands og Suður Afríku. Tendulkar er fyrsti maðurinn sem nær að skora 200 stig á einum degi en um er að ræða fjögurra daga leik.

Í krikket telst gott fyrir leikmann að ná 100 stigum á einum degi en mest hafði Tendulkar náð 186 en það var í leik gegn Nýja Sjálandi árið 1999. Tendulkar er 36 ára og er einn besti krikketleikari í sögunni að sögn BBC. Þar er hann einnig kallaður dáðasti sonur Indlands hvorki meira né minna.

Tendulkar eyddi vikutíma á Íslandi í sumarfríi sínu á síðasta ári. Brá hann sér meðal annars í golfkennslu hjá Skagamanninum geðþekka, Inga Rúnari Gíslasyni í Mosfellsbæ. Mbl.is var að sjálfsögðu á staðnum og smellti mynd af þeim við það tilefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert