Barnaníðingur neitar sök

Barry Bennell hefur þegar hlotið níu ára fangelsisdóm.
Barry Bennell hefur þegar hlotið níu ára fangelsisdóm.

Fyrrverandi knattspyrnuþjálfarinn Barry Bennell neitar ásökunum þess efnis að hann hafi beitt dreng kynferðislegu ofbeldi. Hann er sakaður um að hafa beitt drenginn ofbeldi átta sinnum.

Bennell, sem er 63 ára gamall, kom fyrir dómara í morgun í gegnum vefmyndavél sem tengd var við fangelsi þar sem hann er. Öll brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 1981 til 1986, þegar fórnarlambið var yngra en 16 ára.

„Ég hef fengið tækifæri til að ræða við kæranda, sem krefst nafnleyndar,“ sagði Owen Edwars, saksóknari.

Bennel starfaði sem þjálfari hjá Crewe Alexandra, Manchester City og Stoke á þjálfaraferli sínum. 

Áður hefur komið fram að forsvarsmenn Crewe vissu þegar á seinni hluta ní­unda ára­tug­ar­ins að Benn­ell, þjálf­ari yngri deilda, hefði verið sakaður um kyn­ferðis­lega mis­notk­un. Hann hélt engu að síður áfram að þjálfa liðið árum saman.

Bennell fékk fjög­urra ára dóm fyr­ir að nauðga bresk­um dreng á fót­bolta­ferðalagi í Flórída árið 1994. Þá fékk hann einnig níu ára dóm fyr­ir 23 brot gegn sex drengj­um á Englandi árið 1998.

Benn­ell var svo stungið í fang­elsi í þriðja sinn í fyrra er hann játaði að hafa beitt dreng of­beldi í fót­bolta­búðum árið 1980.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert