Thelma Dögg leikur í Sviss

Thelma Dögg Grétarsdóttir.
Thelma Dögg Grétarsdóttir.

Thelma Dögg Grétarsdóttir leikur í svissnesku deildinni á næsta tímabili. Thelma Dögg leikur blak með bikarmeisturum Aftureldingar en hún gerði eins árs samning við VBC Galina í Liechtenstein. Thelma hefur verið einn af lykilmönnum Aftureldingar en hún leikur einnig með landsliði Íslands.

VBC Galina er stærsta blakfélag í Liechtenstein þar sem rúmlega 250 leikmenn spila í karla- og kvennaliðunum. Lið Galina komst í fyrsta skipti upp úr B-deildinni í Liechtenstein í fyrra og þar með upp í svissnesku efstu deildina.

Thelma Dögg er fædd árið 1997 og hefur leikið með Aftureldingu í áraraðir.

mbl.is