Fern verðlaun í Færeyjum í dag

Agnes Suto-Tuuha á verðlaunapalli.
Agnes Suto-Tuuha á verðlaunapalli. Ljósmynd/Fimleikasambandið

Íslenska liðið vann fern verðlaun á Norður-Evrópumótinu í fimleikum í Færeyjum í dag þegar keppt var til úrslita á einstökum áhöldum.

Karla- og kvennaliðið skipti verðlaununum bróðurlega á milli sín. Valgarð Reinhardsson varð þriðji á svifrá og Eyþór Örn Baldursson þriðji í stökki og í kvennakeppninni varð Agnes Suto-Tuuha önnur á slá og nýliðinn í kvennalandsliðinu, Thelma Aðalsteinsdóttir, önnur á tvíslá.

Mest geta tveir verið í úrslitum frá hverju landi á hverju áhaldi og átti Ísland 13. sæti af 20 mögulegum í úrslitum.

mbl.is