18 ára vann gamlárshlaup ÍR

Baldvin Þór Magnússon kemur fyrstur í mark.
Baldvin Þór Magnússon kemur fyrstur í mark. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hinn 18 ára gamli Baldvin Þór Magnússon kom fyrstur í mark í Gamlárshlaupi ÍR sem haldið var í 42. skipti í dag. Í kvennaflokki var María Birkisdóttir fyrst í mark. Baldvin hljóp á 32:34 mínútum og María 37:20 mínútum. 

Bjartmar Örnuson varð annar í karlaflokki á 33:09 mínútum og Max Costley frá Bretlandi þriðji á 33:13 mínútum. Elísabet Margeirsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir voru jafnar í 2. og 3. sæti á 40:37 mínútum.

Hlaupið er einn stærsti hlaupaviðburður sem haldin er hér á landi og hefur hlaupið aldrei fallið niður í þau rúm 40 ár sem það hefur verið haldið. 

Kjöraðstæður voru til að hlaupa og skemmta sér í dag. Auð hlaupabraut og logn. 1.607 hlauparar voru skráðir til leiks og þar af voru 1304 í 10 km hlaupinu sem er metþátttaka. Í ár var í annað sinn boðið upp á 3 km skemmtiskokk. 

María Birkisdóttir kemur í mark, fyrst kvenna.
María Birkisdóttir kemur í mark, fyrst kvenna. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert