Sveit ÍR bætti eigið Íslandsmet

Sveit ÍR hefur áður slegið Íslandsmet.
Sveit ÍR hefur áður slegið Íslandsmet. Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Boðhlaupssveit bætti eigið Íslandsmet í 4x200 metra hlaupi á Bikarmótinu innanhúss í Kaplakrika í dag. Tiana Ósk Whitworth, Helga Margrét Haraldsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir skipuðu sveitina og hlupu þær á 1:39.43 sekúndum, sem er 0,02 sekúndum hraðar en Íslandsmetið sem sama sveit setti á síðasta ári.

Sveit FH hafnaði í 2. sæti, en hún var skipuð Maríu Rún Gunnlaugsdóttur, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur, Melkorku Rán Hafliðadóttur og Þórdísi Evu Steindóttur. Sveit Breiðabliks varð í þriðja sæti en í henni voru þær Birna Kristín Kristjánsdóttir, Katla Rut Róbertsdóttir Kluvers, Agla María Kristjánsdóttir og Irma Gunnarsdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert