Ein­hent­ur bardagamaður í UFC?

Nick Newill lætur finna fyrir sér.
Nick Newill lætur finna fyrir sér. Ljósmynd/Instagram

Hinn 31 árs gamli Nick Newell er búinn að gera það gott í blönduðum bardagalistum og hefur unnið 14 bardaga og aðeins tapað einum á atvinnuferli sínum. Hann mætti Sonny Luque á Legacy Fighting Alliance 35 kvöldinu um helgina og vann öruggan sigur á aðeins tveimur mínútum. 

Hann hefur vakið sérstaka athygli því vinstri handleggur hans nær aðeins rétt niður fyrir olnboga, en hann fæddist þannig. Þrátt fyrir það hefur hann staðið sig vel í íþróttinni og hefur hann áhuga á að komast að hjá UFC, stærsta sambandi blandaðra bardagalista í heiminum. 

Eina tap Newill á ferlinum til þessa var gegn Justin Gaethje, sem er í 6. sæti yfir bestu léttvigtarmennina í UFC og vill hann sjálfur komast á svipaðan stað. 

„Ég er einn af bestu bardagamönnum heims og ég vil komast að hjá UFC, þar sem ég á heima. Svo einfalt er það. Ég er búinn að sanna það með með 14 sigrum,“ sagði Newill í samtali við BBC. 

Hér að neðan má sjá myndband af bardaga hans um helgina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert