Federer úr leik á Wimbledon

Roger Federer.
Roger Federer. AFP

Svisslendingurinn Roger Federer er úr leik á Wimbledon-mótinu í tennis sem fram fer í London þessa dagana en hann tapaði fyrir Suður-Afríkumanninum Kevin Anderson í átta liða úrslitum mótsins í gær.

Federer vann fyrsta settið örugglega 6:2 og annað settið 7:6 eftir upphækkun. Anderson sneri við taflinu í þriðja settinu og vann 7:5 eftir upphækun og loks fjórða settið 6:4.

Í oddasettinu hafði Anderson svo betur í ótrúlegu einvígi, 13:11 en leikurinn stóð í tæpa fjóra tíma.

Kevin Anderson fagnar sigri sínum.
Kevin Anderson fagnar sigri sínum. AFP

Federer hefur unnið Wimbledon-mótið átta sinnum og hefur enginn karlmaður unnið mótið oftar. Federer er einn af sigursælustu tennisleikurum sögunnar.

Federer er sem stendur í öðru sæti heimslista Alþjóðatennissambandsins, á eftir Spánverjanum Rafael Nadal. Anderson mætir Bandaríkjamanninum John Isner í undanúrslitum mótsins en í hina undanúrslitaeinvíginu mætast Rafael Nadal og Novak Djokovic.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert