Irma Gunnarsdóttir með þrjú Íslandsmet

Irma Gunnarsdóttir vann kastþrautina og setti þrjú Íslandsmet.
Irma Gunnarsdóttir vann kastþrautina og setti þrjú Íslandsmet.

Beggja handa kastmót Breiðabliks fór fram í gær við góðar aðstæður á Kópavogsvelli. Sigurvegari í kvennaflokki var Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki. Í karlaflokki var það Benjamín Jóhann Johnsen úr ÍR sem var hlutskarpastur.

Reglurnar í beggja handa kastmótum eru þær að keppendur kasta fyrst með hægri hendi en síðan þeirri vinstri. Lengstu köst með hvorri hendi eru lögð saman og er heildartalan niðurstaðan. Kastað er í þremur greinum, kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti, og fást stig fyrir hverja grein. Sá sem fær flest stig eftir allar greinarnar vinnur kastþrautina. 

Irma gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í kvennaflokki. Í kúluvarpi bætti hún sitt eigið met frá árinu 2016 úr 20,44 metrum í 21,31 metra. Hún bætti einnig eigið met í spjótkasti en hún kastaði samtals 58,84 metra. Hún setti einnig Íslandsmet í kastþrautinni sjálfri en hún fékk 3.290 stig sem 52 stigum meira heldur en gamla met Lindu Kristjánsdóttur.

Íslandsmet Gunnars Huseby í beggja handa kúluvarpi frá árinu 1951 stendur enn. Þá kastaði hann samanlagt 29,13 metra og er það eitt elsta Íslandsmet í frjálsum íþróttum á Íslandi.

Önnur úrslit mótsins:

Kastþraut kvenna

1.sæti Irma Gunnarsdóttir Breiðablik 3.290 stig

2.sæti Thelma Björk Einarsdóttir Breiðablik 2.970 stig

3.sæti Katharina Ósk Emilsdóttir 2.058 stig

Kastþraut karla

1.sæti Jón Bjarni Bragason Breiðablik 3.354 stig

2.sæti Ingi Rúnar Kristinsson Breiðablik 3.223 stig

3.Árni Óli Ólafsson UMF Óðinn 2.991 stig

mbl.is