Frábær árangur hjá ungu karatefólki

Á meðfylgjandi mynd má sjá verðlaunahafana, þau Viktoríu, Söru, Ivetu, …
Á meðfylgjandi mynd má sjá verðlaunahafana, þau Viktoríu, Söru, Ivetu, Ólaf og Samuel. Ljósmynd/karatedeild Fylkis

Karatefólk úr Fylki gerði það gott á Sportkaratemótinu í Álaborg í Danmörku um síðustu helgi.

Um helgina fór fram hið árlega Sportkaratemót í kumite (bardagi) í Danmörku. Keppendur komu víða að af Norðurlöndunum ásamt keppendum frá Þýskalandi og Úkraínu. Mótið er árlegur viðburður á dagskrá karatedeildar Fylkis, en stór hluti íslenska landsliðsins í kumite kemur þaðan. Einnig voru ungir og upprennandi keppendur að stíga sín upphafsskref á erlendum vettvangi og má segja að haustönnin byrji af miklum krafti hjá félaginu.

Fyrirkomulagið á mótinu var þannig að raðað var í hópa þar sem allir kepptu við alla og síðan kepptu þeir efstu úr hverjum hópi um verðlaunasæti.

Fimm íslenskir keppendur náðu verðlaunasæti: Sara Valgerður Óttarsdóttir náði þriðja sæti í -45 kg flokki stúlkna undir 14 ára aldri, Viktoría Ingólfsdóttir náði þriðja sæti í +50 kg flokki stúlkna undir 14 ára aldri, Iveta Ivanova náði þriðja sæti í -53 kg flokki stúlkna undir 18 ára aldri, Ólafur Engilbert Árnason varð annar í -75 kg flokki fullorðinna og Samuel Josh Ramos gerði sér lítið fyrir og vann flokk -63 kg drengja undir 16 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert