Björninn enn með fullt hús stiga

Björninn vann góðan sigur í kvöld.
Björninn vann góðan sigur í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björninn vann 3:0-sigur á SR á Skautasvellinu í Egilshöll í kvöld í þriðju umferð Lýsisbikars karla í íshokkí. Björninn hefur unnið alla leiki sína til þessa í keppninni en SR tapað öllum þremur leikjum sínum. 

Kristján Albert Kristinsson kom Birninum yfir á fjórðu mínútu og Vignir Freyr Arason bætti við marki á tólftu mínútu. Ekkert var skorað í öðrum leikhluta en Ingþór Árnason gulltryggði 3:0 sigur í þriðja og síðasta leikhlutanum. 

SA og Björninn mætast á Akureyri á morgun og með sigri tryggir Björninn sér sigur í Lýsisbikarnum. 

mbl.is