Sigurgangan heldur áfram

Tom Brady bætti einn einni skrautfjöðrinni í hattinn gegn New …
Tom Brady bætti einn einni skrautfjöðrinni í hattinn gegn New York Giants í gær. AFP

New England Patriots eru áfram ósigraðir á þessari leiktíð í bandarísku NFL-deildinni en liðið vann öruggan 35:14-sigur gegn New York Giants í Boston í nótt. Þetta var sjötti sigurleikur Patriots í deildinni í sex leikjum en Patriots eru ríkjandi meistarar.

Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, átti mjög góðan leik og kastaði fyrir 334 stikum (e. yards). Brady skoraði tvö snertimörk í leiknum þar sem hann hljóp með boltann í endamarkið en leikstjórnandanum tókst ekki að kasta fyrir snertimarki að þessu sinni.

Brady náði stórum áfanga í leiknum í gær en hann tók fram úr Peyton Manning, fyrrverandi leikstjórnanda Indianapolis Colts og Denver Broncos, yfir flestar kaststikur í deildinni. Brady hefur nú kastað 72.257 stikur og vantar rúmlega 2.000 stikur til þess að taka fram úr Drew Brees sem á metið í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert