Sú fyrsta undir 55 sekúndum (myndskeið)

Minna Atherton.
Minna Atherton. Ljósmynd/.swimming.org.au

Minna Atherton frá Ástralíu sló heimsmetið í 100 metra baksundi í 25 metra laug á móti í Búdapest í Ungverjalandi í gær.

Atherton, sem er 19 ára gömul, kom í mark á 54,89 sekúndum og varð þar með fyrsta konan til að synda 100 metra baksund undir 55 sekúndum.

Hún bætti fimm ára gamalt heimsmet Katinka Hosszu frá Ungverjalandi sem var 55,03 sekúndur.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert