Sú fyrsta undir 55 sekúndum (myndskeið)

Minna Atherton.
Minna Atherton. Ljósmynd/.swimming.org.au

Minna Atherton frá Ástralíu sló heimsmetið í 100 metra baksundi í 25 metra laug á móti í Búdapest í Ungverjalandi í gær.

Atherton, sem er 19 ára gömul, kom í mark á 54,89 sekúndum og varð þar með fyrsta konan til að synda 100 metra baksund undir 55 sekúndum.

Hún bætti fimm ára gamalt heimsmet Katinka Hosszu frá Ungverjalandi sem var 55,03 sekúndur.mbl.is